Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 11:54 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55