Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 23:30 Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Brottfall barna úr framhaldsskólum má meðal annars tengja við ófullnægjandi íslenskukennslu upp menntastigann. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. Samkvæmt könnunum kemur Ísland illa út hvað varðar málfærni barna með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöður PISA-prófanna benda til að lesskilningur barna sem eru með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá nýrri skýrslu Hagstofunnar þar sem fram kemur að brottfall barna innflytjenda eftir sautján ára aldur er töluvert meira en innlendra. „Að jafnaði eru leik- og grunnskólanemendur sem eru með íslensku sem annað mál ekki að ná stöðugum framförum í íslensku og þau bara hrökklast frá hinum og bilið eykst. Við erum í raun að standa okkur einna verst í þátttökulöndum PISA í því hvað mikill munur er á milli innfluttra og innfæddra nemenda fimmtán ára gamalla í lesskilningi,“ segir Sigrún.Hafa tífaldast á tuttugu árum Fjöldi barna innfluttra hefur tífaldast síðustu tvo áratugi. Í aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðherra fyrir árin 2019 til 2022 er stefnt á að auka stuðning við þennan hóp. En í aðalnámskrá grunnskóla er enginn rammi utan um hversu mörgum kennslustundum skuli varið sérstaklega til íslenskukennslu. Skólarnir geta því sjálfir valið hvernig eða hvort þeir sinni þessum hópi. Engin heildstæð stefna er um það. „Við þurfum að gæta þess að allir nemendur, þá er ég líka að tala um þá sem hafa íslensku sem móðurmál, fái að efla stöðugt og jafnt færni sína í að vera virkir málnotendur á íslenska tungu. Þannig að þeir geti lesið texta og skilið hann og unnið með textann á flóknari og flóknari hátt með hækkandi aldri. Líka að geta notað íslenska tungu um flókin málefni, um námið og líka í ritun,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira