EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Sighvatur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 18:30 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra þegar EES-samningurinn var undirritaður árið 1992. Hann var staðfestur af þingi og forseta ári síðar og tók gildi 1. janúar 1994. Vísir/Úr safni Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“ Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira