Verður Messi „leynigestur“ á móti Real Madrid í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 10:30 Lionel Messi mun hita upp í kvöld en mun hann spila? Getty/Jeroen Meuwsen Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira