Viðskipti innlent

Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Arion er svartsýnastur og reiknar með að tapið verði 23,6 milljónir dollara.
Arion er svartsýnastur og reiknar með að tapið verði 23,6 milljónir dollara.
Að meðaltali vænta greinendur þess að Icelandair Group verði rekið með 49,5 milljóna dollara tapi, jafnvirði sex milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi. Það er 9,5 milljónum dollara, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, meira tap en á sama tíma fyrir ári. Arion banki spáir því að tapið muni nema 51,4 milljónum dollara en IFS og Landsbankinn eru samstíga og reikna með 48,6 milljóna dollara tapi. Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag.

Að meðaltali er reiknað með að tekjur fyrirtækisins aukist um 9,6 prósent á milli ára á fjórðungnum og þær muni nema 320 milljónum dollara.

Að meðaltali reikna greinendur með að EBITDA, afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, verði neikvæð um 23,8 milljónir dollara. Til samanburðar var EBITDA félagsins neikvæð um 16,9 milljónir dollara á sama tíma fyrir ári.

Arion er svartsýnastur og reiknar með að tapið á þann mælikvarða verði 23,6 milljónir dollara en Landsbankinn er bjartsýnastur og gerir ráð fyrir 22,8 milljóna dollara tapi. IFS spáir því að EBITDA verði neikvæð um 25,1 milljón dollara.




Tengdar fréttir

Eiga orðið jafn mikið í lánum og hlutabréfum

Hlutdeild sjóðfélagalána af heildareignum lífeyrissjóðanna hækkaði hratt á síðasta ári og er næstum því jafn há og hlutdeild innlendra hlutabréfa. Vantar fleiri fjárfesta á markaðinn, segir dósent í hagfræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×