Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 6. febrúar 2019 06:45 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið á sunnudag. Vísir/Vilhelm Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44