Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 18:20 Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21