Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:15 Bjarni og Sigmundur eru sammála um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fréttablaðið/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira