Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekkt sem Dóri DNA, greinir frá því á Twitter að hann og Þjóðleikhúsið hafi komist að samkomulagi um uppsetningu á verkinu Atómstöðin.
Halldór birtir einfallega mynd af samninginum þar sem fram kemur að Þjóðleikhúsið kaupi leikgerð Halldórs að skáldsögu afa hans, Halldórs Laxness.
Halldór mun skrifa leikgerðina í verkinu en hann útskrifaðist af Sviðshöfundabraut LHÍ árið 2011. Nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxness lést árið 1998, þá 95 ára.
Verkið verðu tekið til sýninga á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020. Hér að neðan má sjá færslu Halldórs.
