Sport

Katrín Tanja: Nú getum við verið vinir aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir einbeitt á svipinn í keppninni um helgina.
Katrín Tanja Davíðsdóttir einbeitt á svipinn í keppninni um helgina. Mynd/Instagram/fittestincapetown
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð um helgina fyrsti íslenski CrossFit keppandinn til að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst.

Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum og fær nú tækifæri að verða sú fyrsta til að vinna þá í þriðja sinn.

Katrín Tanja tryggði sér sætið með því að vinna CrossFit mótið „Fittest In Cape Town“ í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Katrín Tanja er nú ein af fjórum konum sem hafa tryggt sig inn ein hinar eru Samantha Briggs sem gerði það á CrossFit mótinu í Dúbaí í desember, Tia-Clair Toomey, sem gerði það á í Miami um þar síðustu helgi og Madeline Sturt se, gerði það á ástralska CrossFit mótinu.

Katrín hafði betur efti hörkukeppni við hina sænsku Miu Akerlund sem keppir nú fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katrín þakkaði henni fyrir harða keppni inn á Instagram.

„3, 2, 1 og við getum verið vinir aftur. Þessi æfing reyndi fyrir alvöru á okkur Miu Akerlund,“ skrifaði Katrín Tanja á ensku eins og sjá má hér fyrir neðan.



Katrín Tanja gerði líka upp mótið í annarri færslu. „Þetta var mikil keppni frá upphafi til enda og ég vil líka ekki hafa það öðruvísi. Mjög spennt af hafa tryggt sér farseðilinn aftur á heimsleikana. 2019 tímabilið er byrjað,“ skrifaði Katrín Tanja og þakkaði fyrir allan stuðninginn sem hún fékk um helgina.

„Ég vildi að þið vissuð öll hversu miklu máli þetta skiptir mig. Ég var líka svo heppin að hafa allt liðið mitt með mér,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir

Katrín Tanja byrjar lokadaginn vel

Katrín Tanja Davíðsdóttir jók forystu sína á ný á Fittest in Cape Town mótinu í CrossFit í morgun. Katrín vann fyrstu grein dagsins, áttundu grein mótsins, og er nú með 54 stiga forystu á toppnum.

Katrín vann aðra greinina í röð

Katrín Tanja Davíðsdóttir vann níundu og næst síðustu grein Fittest in Cape Town mótsins í CrossFit og er því svo gott sem búin að tryggja sér sigur í mótinu fyrir loka greinina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×