Sport

Guðbjörg Jóna fékk brons

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir átti frábært ár í fyrra og byrjar þetta ár af krafti.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir átti frábært ár í fyrra og byrjar þetta ár af krafti. getty
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti sinn persónulega árangur í 60 metra hlaupi innanhúss þegar hún hljóp fyrir bronsverðlaunum á Reykjavíkurleikunum í dag.

Keppni í frjálsum íþróttum á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöll í dag.

Guðbjörg Jóna hljóp á 7,53 sekúndum í undanúrslitunum og jafnaði sinn persónulega árangur. Hún fór með annan besta tímann inn í úrslitin eins og Astrid Glenner-Frandsen frá Danmörku.

Í úrslitunum bætti Guðbjörg sig um tvö sekúndubrot og jafnaði þar með sinn besta árangur er hún hljóp á 7,51 sekúndu. Það var besti tíminn inn í úrslitin en bæði Glenner-Frandsen og hin breska Finette Agyapong bættu sig frá því í undanúrslitunum og Guðbjörg Jóna varð að sætta sig við brons.

Glenner-Frandsen fékk silfrið á 7,48 sekúndum og Agyapong var sekúndubroti á undan á 7,47 sekúndum. Þær voru einnig að bæta sína bestu tíma í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×