Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 20:30 Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson
Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira