Ókeypis tónlistarhátíð á Palóma 1. febrúar 2019 16:15 Floni var að gefa út plötu og mun koma fram í kvöld. Red Bull Music býður upp á ókeypis tónlistarhátíð í kvöld á skemmtistaðnum Palóma. Hátíðin er haldin til að brjóta upp skammdegið og dregur þaðan nafn sitt en rjómi íslensku hip hop senunnar stígur á stokk að því tilefni. S.A.D. Festival stendur fyrir „hátíð skammdegisþunglyndis“ en allir listamenn sem koma fram eiga það sameiginlegt að fást við sorg eða þunglyndi í tónlist sinni. Dagskráin er sérhönnuð af sérfræðingum til að sporna gegn D-vítamínskorti og árstíðabundinni vanlíðan. Tvíeykið Kef Lavík er meðal atriða sem kynnt eru til leiks en það hefur vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um hugðarefni á borð við neyslu, ástina og þunglyndi. Auður mun einnig koma fram en hann er brakandi ferskur eftir að hafa gefið út plötuna AFSAKANIR seint á síðasta ári við mikið lof fjölmiðla.Stepmom er gjörningalistamaður sem rappar og bregður sér gjarnan í hlutverk stjúpmömmu þess sem á hana hlustar. SEINT er melódískt, framsækið og sálarmikið hip hop atriði sem blandar saman áhrifum úr öllum áttum í eina sterka heild. Karítas þeytir skífum út nóttina en hún er þekkt fyrir að vera plötusnúður í stórsveitinni Reykjavíkurdætur. Ragga Holm er einnig þekkt fyrir sína vinnu með Reykjavíkurdætrum en hún gaf út sólóplötu í lok síðasta árs og hlaut mikið lof gagnrýnenda.Þá munu Cyber einnig þeyta skífum en þær eru þekktar fyrir sterkar konseptplötur og líflega sviðsframkomu. Flóni er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og verða þetta fyrstu tónleikar hans eftir að hann gefur út nýju plötuna sýna Floni 2.Alvia er einn þekktasti rappari landsins en hún var tilnefnd til verðlaunanna Nordic Music Prize fyrir plötuna Elegant Hoe.Elli Grill er með teknóið djúpt í blóðinu og er einn frumlegasti rappari samtímans þar sem hann blandar sinni auðþekkjanlegu rödd við trapp og rapp úr gamla skólanum. Húsið opnar kl. 20.00 föstudaginn 1. febrúar en tónleikar hefjast kl 21.00 í kjallaranum á Palóma - HP Bar. Dagskráin flakkar svo á milli kjallarans og háaloftsins og búast má við stemningu í skammdeginu. Það er frítt inn á hátíðina og skipuleggjendur mæla með að gestir mæti snemma. Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Red Bull Music býður upp á ókeypis tónlistarhátíð í kvöld á skemmtistaðnum Palóma. Hátíðin er haldin til að brjóta upp skammdegið og dregur þaðan nafn sitt en rjómi íslensku hip hop senunnar stígur á stokk að því tilefni. S.A.D. Festival stendur fyrir „hátíð skammdegisþunglyndis“ en allir listamenn sem koma fram eiga það sameiginlegt að fást við sorg eða þunglyndi í tónlist sinni. Dagskráin er sérhönnuð af sérfræðingum til að sporna gegn D-vítamínskorti og árstíðabundinni vanlíðan. Tvíeykið Kef Lavík er meðal atriða sem kynnt eru til leiks en það hefur vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um hugðarefni á borð við neyslu, ástina og þunglyndi. Auður mun einnig koma fram en hann er brakandi ferskur eftir að hafa gefið út plötuna AFSAKANIR seint á síðasta ári við mikið lof fjölmiðla.Stepmom er gjörningalistamaður sem rappar og bregður sér gjarnan í hlutverk stjúpmömmu þess sem á hana hlustar. SEINT er melódískt, framsækið og sálarmikið hip hop atriði sem blandar saman áhrifum úr öllum áttum í eina sterka heild. Karítas þeytir skífum út nóttina en hún er þekkt fyrir að vera plötusnúður í stórsveitinni Reykjavíkurdætur. Ragga Holm er einnig þekkt fyrir sína vinnu með Reykjavíkurdætrum en hún gaf út sólóplötu í lok síðasta árs og hlaut mikið lof gagnrýnenda.Þá munu Cyber einnig þeyta skífum en þær eru þekktar fyrir sterkar konseptplötur og líflega sviðsframkomu. Flóni er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og verða þetta fyrstu tónleikar hans eftir að hann gefur út nýju plötuna sýna Floni 2.Alvia er einn þekktasti rappari landsins en hún var tilnefnd til verðlaunanna Nordic Music Prize fyrir plötuna Elegant Hoe.Elli Grill er með teknóið djúpt í blóðinu og er einn frumlegasti rappari samtímans þar sem hann blandar sinni auðþekkjanlegu rödd við trapp og rapp úr gamla skólanum. Húsið opnar kl. 20.00 föstudaginn 1. febrúar en tónleikar hefjast kl 21.00 í kjallaranum á Palóma - HP Bar. Dagskráin flakkar svo á milli kjallarans og háaloftsins og búast má við stemningu í skammdeginu. Það er frítt inn á hátíðina og skipuleggjendur mæla með að gestir mæti snemma.
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira