Sigríður Andersen vill spara hjá sýslumannsembættunum Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 10:01 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill spara hjá sýslumannsembættunum en þar gætu byggðastjónarmið reynst þrándur í götu. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán Dómsmálaráðuneytið vill leita rafrænna lausna í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað sýslumannsembætta landsins. En, þar mun verða við ramman reip að draga eins og kom í ljós í vikunni þegar upp gaus megn óánægja í Vestmannaeyjum með það að Lára Huld Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum, var kölluð uppá land einmitt til að sinna verkefnum af því tagi.Af hverju er sýslumaður í Vestmannaeyjum? Páll Magnússon þingmaður á Suðurlandi og Eyjamaður gagnrýndi flokksystur sína í ráðuneytinu, Sigríði Á. Andersen, harðlega í ræðustóli á þinginu nú í vikunni. Hann taldi algerlega fráleitt að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin sérstaklega undir bæjaryfirvöld í Eyjum sem og þingmenn kjördæmisins. Bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarstjórnin öll hefur einnig lýst yfir mikilli óánægju með þetta ráðslag. Í gærkvöldi var þessari ákvörðun mótmælt harðlega með sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa. Þar segir meðal annars að augljóslega „væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Flokksbróðir þeirra, Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, segir hins vegar betri spurningu: Af hverju sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sinn eigin sýslumann. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakan sýslumann. Auk þess sem þeir veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. https://t.co/qXC5BKXxVTpic.twitter.com/ODPAG7EhNP — Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 31, 2019Þá er spurt: Hvað gerir sýslumaðurinn í Eyjum? „Verkefni sýslumannsembættisins í Eyjum eru þau sömu og hjá öðrum embættum á landinu, þ.e. þinglýsingar, staðfestingar, skráningar, leyfisveitingar, nauðungarsölur, fullnustugerðir, hjónavígslur og skilnaðir, umgengnis- og forjsármál og margt fleira.. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér svo einnig um löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.Lára Huld leitar rafrænna lausna Hafliði segir þessar umræddu breytingar tímabundnar – til eins árs eða 31. desember 2019. „Breytingarnar eru að Lára Huld, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, lætur af störfum sem sýslumaður og fer tímabundið í annað starf hjá sýslumannaráði út árið.Þar verður hennar verkefni að skoða rekstur og stöðu sýslumannsembættanna 9 á landinu til framtíðar, leita rafrænna lausna í þjónustu og fleira. Vegna þess að Lára Huld hverfur til annarra starfa fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Kristínu Þórðardóttur, sýslumann á Suðurlandi, að hún tæki tímabundið að sér að gegna einnig störfum sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hún samþykkti það og er því sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Fyrir þessu eru fordæmi,“ segir Hafliði. Hjá embættinu í Vestmannaeyjum starfa sex einstaklingar að frátöldum sýslumanni. Í ljósi þessa er erfitt að sjá hvað það er nákvæmlega sem veldur þessari reiði í Eyjum, nema ef vera kynni að þeir eru að sjá af útsvarstekjum frá Láru Huld. Þessar breytingar á yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum þýða ekki breytt þjónustustig sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum enda geta fulltrúar sýslumanns ávallt sinnt öllum þeim verkefnum sem upp koma og sýslumaður hefur með höndum. Engin búsetuskylda hvílir á sýslumönnum. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29 Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið vill leita rafrænna lausna í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað sýslumannsembætta landsins. En, þar mun verða við ramman reip að draga eins og kom í ljós í vikunni þegar upp gaus megn óánægja í Vestmannaeyjum með það að Lára Huld Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum, var kölluð uppá land einmitt til að sinna verkefnum af því tagi.Af hverju er sýslumaður í Vestmannaeyjum? Páll Magnússon þingmaður á Suðurlandi og Eyjamaður gagnrýndi flokksystur sína í ráðuneytinu, Sigríði Á. Andersen, harðlega í ræðustóli á þinginu nú í vikunni. Hann taldi algerlega fráleitt að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin sérstaklega undir bæjaryfirvöld í Eyjum sem og þingmenn kjördæmisins. Bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarstjórnin öll hefur einnig lýst yfir mikilli óánægju með þetta ráðslag. Í gærkvöldi var þessari ákvörðun mótmælt harðlega með sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa. Þar segir meðal annars að augljóslega „væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Flokksbróðir þeirra, Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, segir hins vegar betri spurningu: Af hverju sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sinn eigin sýslumann. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakan sýslumann. Auk þess sem þeir veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. https://t.co/qXC5BKXxVTpic.twitter.com/ODPAG7EhNP — Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 31, 2019Þá er spurt: Hvað gerir sýslumaðurinn í Eyjum? „Verkefni sýslumannsembættisins í Eyjum eru þau sömu og hjá öðrum embættum á landinu, þ.e. þinglýsingar, staðfestingar, skráningar, leyfisveitingar, nauðungarsölur, fullnustugerðir, hjónavígslur og skilnaðir, umgengnis- og forjsármál og margt fleira.. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér svo einnig um löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.Lára Huld leitar rafrænna lausna Hafliði segir þessar umræddu breytingar tímabundnar – til eins árs eða 31. desember 2019. „Breytingarnar eru að Lára Huld, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, lætur af störfum sem sýslumaður og fer tímabundið í annað starf hjá sýslumannaráði út árið.Þar verður hennar verkefni að skoða rekstur og stöðu sýslumannsembættanna 9 á landinu til framtíðar, leita rafrænna lausna í þjónustu og fleira. Vegna þess að Lára Huld hverfur til annarra starfa fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Kristínu Þórðardóttur, sýslumann á Suðurlandi, að hún tæki tímabundið að sér að gegna einnig störfum sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hún samþykkti það og er því sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Fyrir þessu eru fordæmi,“ segir Hafliði. Hjá embættinu í Vestmannaeyjum starfa sex einstaklingar að frátöldum sýslumanni. Í ljósi þessa er erfitt að sjá hvað það er nákvæmlega sem veldur þessari reiði í Eyjum, nema ef vera kynni að þeir eru að sjá af útsvarstekjum frá Láru Huld. Þessar breytingar á yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum þýða ekki breytt þjónustustig sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum enda geta fulltrúar sýslumanns ávallt sinnt öllum þeim verkefnum sem upp koma og sýslumaður hefur með höndum. Engin búsetuskylda hvílir á sýslumönnum.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29 Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent