Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Ummæli Ceferin á Vísi hafa skapað mikinn usla. vísir/getty Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður. KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður.
KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22
Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00