aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!
— Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019
Hann kaus að þegja ekki um atvikið heldur tjá sig og fékk heldur betur mikinn stuðning í kjölfarið er fólk úr hreyfingunni kepptist við að lýsa yfir vanþóknun sinni á þessari hegðun.
Algjörlega ömurlegt og ég skammast mín fyrir hönd stuðningsfólks minna manna. Vona að félagið finni þennan einstakling og taki á þessu á viðeigandi hátt. Og að viðkomandi sýni þann manndóm að koma á framfæri við þig afsökunarbeiðni.
— Atli Fannar (@atlifannar) January 31, 2019
Sorglegt. Svona lagað á hvergi lögheimili.
— Fridrik Runarsson (@FridrikIngi) January 31, 2019
Algjörlega til skammar
— Hermann Hauksson (@HemmiHauks) January 31, 2019
Viðbjóður að heyra og til skammar!!! Vona að þú dæmir ekki alla stuðningsmenn þeirra á þessu fífli...
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 31, 2019
I just heard about what happened. Win, lose, or draw nobody deserves that kind of treatment. Still upset y’all beat us but something like this upsets me more. Stay positive and don’t stoop to that persons level!!!
— Urald R. King QH5 (@uWatch_iScore20) February 1, 2019
Sem einn af talsmönnum @grettismenn þá er ömurlegt að heyra þetta og á þetta ekki að líðast. Vona að þetta hafi ekki komið frá stuðningmannasveitinni því þetta er svo langt frá því að vera í okkar anda. Takk fyrir frábæran leik í kvöld! Gangi þér vel
— Jóhann Daði Gíslason (@johanndadi16) January 31, 2019
Ömurlegt að heyra þetta. Til lukku með geggjað comeback W.
— Teitur Örlygsson (@teitur11) January 31, 2019
Tindastóll tekur þetta atvik mjög alvarlega og bað Kristófer afsökunar strax í gærkvöldi. Í yfirlýsingu Stólanna segir að þetta mál verði tekið föstum tökum.