Erfitt fyrir brotaþola að leita til lögreglu og ákæruvalds Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 13:02 Kolbrún segir fá mál rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Vísir/Baldur Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00