Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:15 Ólafur Örn Ólafsson segir málið tækifæri til að spýta í lófana. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn. Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn.
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30