Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira