30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 18:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, fyrr í dag. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30