Innlent

Haf­ró telur veiðar á hrefnu og lang­reyðum ekki hafa haft nei­kvæð á­hrif á stofnana

Atli Ísleifsson skrifar
Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild.
Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild. Vísir/Vilhelm
Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana.

Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á.

Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.

Þörf á frekari rannsóknum á hvölum

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins.

Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi.

Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×