Hafró telur veiðar á hrefnu og langreyðum ekki hafa haft neikvæð áhrif á stofnana Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 17:55 Nýleg skýrsla Hagfræðistofnun um hvalveiðar hefur verið umdeild. Vísir/Vilhelm Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á. Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.Þörf á frekari rannsóknum á hvölum Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins. Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi. Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið. Hvalveiðar Tengdar fréttir Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41 Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stofn hrefnu og stofn langreyðar eru í góðu ástandi og hafa veiðar undanfarinna áratuga ekki haft nein merkjanleg neikvæð áhrif á stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafrannsóknastofnunar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra óskaði eftir í kjölfar útkomu skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Óskaði ráðherra um áliti Hafrannsóknastofnunar á þeim vistfræðilegu forsendum sem Hagfræðistofnun grundvallar niðurstöður sínar á. Skýrslan kom út þann 16. janúar síðastliðinn og kom þar fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki væri að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Fjölmargir hafa gagnrýnt skýrsluna, meðal annars forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og aðjúknt í líffræði við HÍ.Þörf á frekari rannsóknum á hvölum Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er höfundur minnisblaðsins og segir ljóst að hvalir skipa veigamikið hlutverk í vistkerfi sjávar við landið og nauðsynlegt sé að rannsaka þá betur sem hluta af vistkerfisnálgun við stjórnun nýtingar auðlinda hafsins. Hann segir að hrefnu hafi fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Bendi talningar ekki til að þar sé um að ræða minntun í stofnstærð hefur hafi útbreiðslan hnikast norður vegna fækkunar mikilvægra fæðutegunda (síli og loðna) að sumarlagi. Í minnisblaðinu segir að raunveiði undanfarinna ára hafi verið langt undir mörkum ráðgjafar Hafró um hvalveiðar sem nemur nú 217 hrefnum á ári og 161 langreyði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar var einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41 Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Náttúrufræðistofnun bendir á að drepa þyrfti allt að 16.000 langreyðar til að ná þeirra aukningu í aflaverðmæti sem Hagfræðistofnun talar um að hægt væri að ná með veiðum á hvalnum. 23. janúar 2019 17:41
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04