Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 15:33 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kvika banki ekki við því hyggst VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vakti athygli á málinu fyrr í mánuðinum. Þar greindi hann frá því að hann hefði fengið sent afrit af tölvupóstum sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum um mánaðamótin. Í póstunum hafi leigjendunum verið boðinn „nýr“ leigusamningur þar sem leigan hækkaði um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur milli ára. Í framhaldinu hvatti Ragnar Þór leigjendur til að senda félaginu afrit af tölvupóstsamskiptum við leigusala „sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er“. Í dag var svo birt bréf á vef VR sem stílað er á stjórnendur Kviku banka. Bankinn er eigandi sjóðstýringafélagsins GAMMA og þar með Almenna leigufélagsins. Í bréfinu segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína. Þar sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum jafnframt settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls“. Til þessa fái leigjendur fjögurra daga umhugsunarfrest, að því er segir í bréfi VR. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu. Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“Frestur til að láta af „grimmdarverkum“ Stjórn VR segist ekki ætla að sætta sig við þessi vinnubrögð Almenna leigufélagsins. Því hafi félagið ákveðið að veita Kviku banka fjögurra daga frest til að endurskoða stefnu sína, ellegar muni VR taka allt sitt fé, 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. „Við kjósum að láta ekki bendla okkur við aðila sem beita slíkum meðulum og höfum tekið þá ákvörðun að veita Kviku banka fjögurra daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta þessum grimmdarverkum og koma því þannig fyrir að leiga félagsins hækki ekki umfram verðlag og að leigjendum verði tryggt húsnæðisöryggi. Hafi það ekki verið gert innan fjögra daga mun VR taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka sem er um 4,2 milljarðar króna.“Hér að neðan má sjá dæmi um tölvupóst sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum. Pósturinn var birtur í bréfi VR.„Góðan dag, Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“Uppfært klukkan 16:58Í fyrri útgáfu stóð að Kvika væri eigandi Almenna leigufélagsins. Kaupin eru enn á borði Samkeppniseftirlitsins. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kvika banki ekki við því hyggst VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vakti athygli á málinu fyrr í mánuðinum. Þar greindi hann frá því að hann hefði fengið sent afrit af tölvupóstum sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum um mánaðamótin. Í póstunum hafi leigjendunum verið boðinn „nýr“ leigusamningur þar sem leigan hækkaði um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur milli ára. Í framhaldinu hvatti Ragnar Þór leigjendur til að senda félaginu afrit af tölvupóstsamskiptum við leigusala „sem eru að hækka húsaleigu langt umfram það sem eðlilegt er“. Í dag var svo birt bréf á vef VR sem stílað er á stjórnendur Kviku banka. Bankinn er eigandi sjóðstýringafélagsins GAMMA og þar með Almenna leigufélagsins. Í bréfinu segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína. Þar sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu og leigjendum jafnframt settir þeir afarkostir að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls“. Til þessa fái leigjendur fjögurra daga umhugsunarfrest, að því er segir í bréfi VR. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu. Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“Frestur til að láta af „grimmdarverkum“ Stjórn VR segist ekki ætla að sætta sig við þessi vinnubrögð Almenna leigufélagsins. Því hafi félagið ákveðið að veita Kviku banka fjögurra daga frest til að endurskoða stefnu sína, ellegar muni VR taka allt sitt fé, 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans. „Við kjósum að láta ekki bendla okkur við aðila sem beita slíkum meðulum og höfum tekið þá ákvörðun að veita Kviku banka fjögurra daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta þessum grimmdarverkum og koma því þannig fyrir að leiga félagsins hækki ekki umfram verðlag og að leigjendum verði tryggt húsnæðisöryggi. Hafi það ekki verið gert innan fjögra daga mun VR taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka sem er um 4,2 milljarðar króna.“Hér að neðan má sjá dæmi um tölvupóst sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum. Pósturinn var birtur í bréfi VR.„Góðan dag, Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“Uppfært klukkan 16:58Í fyrri útgáfu stóð að Kvika væri eigandi Almenna leigufélagsins. Kaupin eru enn á borði Samkeppniseftirlitsins.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21