Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. febrúar 2019 16:30 Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi
Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30