„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 12:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07
Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48