Lífskjarabati síðustu ár með fádæmum - árangur Þjóðarsáttarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:17 Eftir mesta efnahagslega hrun á Íslandi í langan tíma með gjaldþroti viðskiptabankanna í október 2008 hefur komið eitt allra mesta framfaraskeið lýðveldistímans. Kjarasamningarnir á vordögum 2014 voru áhyggjuefni þar sem almennir kauptaxtar voru hækkaðir um liðlega 30% á samningstímanum sem var innan við þrjú ár. Við venjulegar aðstæður í hvaða þjóðfélagi sem er hefðu þessar launahækkanir leitt af sér verðbólgu til þess að lækka launin aftur. Það gerðist ekki. Happdrættisvinningur þjóðfélagsins var sprenging í ferðamannastraum til landsins. Frá 2014 til 2017 þrefaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna fór úr 780 þúsund manns í 2,2 milljónir. Þessu fylgdu nýjar tekjur inn í þjóðarbúið upp á um það bil 200 milljarða króna á ári. Þessum tekjur hefur verið dreift um þjóðfélagið og þær hafa gert það að verkum að það var til fyrir kauphækkunum þegar til kom. Það varð ekki verðbólga, enda var innistæða fyrir útgjöldunum. Þvert á móti gengi íslensku krónunnar hefur staðið sterkt þessi ár, sem er kjarabót fyrir almennt launafólk.25% kaupmáttaraukning frá 2014 til 2017 Opinberar tölur Hagstofunnar sýna að kaupmáttur launa óx um 25% á þessum árum. Það er fáheyrð raunhækkun launa á aðeins þremur árum. Breytingin frá minnsta kaupmætti launa eftir hrun, sem var á árinu 2010, hefur verið enn meiri. Sú hækkun er hvorki meira né minna en 40%. Hagstofan birtir líka samantekt um launin í raunverulegum tölum. heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 706 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017 og höfðu hækkað um 25% frá 2014. Hækkunin er 142 þúsund krónur á mánuði eða 1,7 milljón kr á ári. Það eru meiri peningar til ráðstöfunar sem því nemur fyrir hvern fullvinnandi. Tölur yfir annað en heildarlaun fullvinnandi sýna svipaða þróun. Grunnlaun hækkuðu líka um 25% og eins grunnlaun þeirra sem eru í hlutastarfi. Það bendir ekki til ójafnrar dreifingar hins efnahagslega ávinnings.72% kaupmáttaraukning frá 1989 Ef litið er yfir lengra tímabil þá má lesa það úr gögnum Hagstofunnar að kaupmátturinn hafi vaxið um 72% frá 1989 til 2017. Þá voru meðallaunin 706 þúsund krónur á mánuði. Raunaukingin frá 1989 nema 300 þúsund króna á mánuði af þessum 706 þúsund kr. Þetta er mikil breyting á 28 árum. Lífskjörin hafa batnað sem þessu nemur. Það má vel færa rök fyrir því að yfir starfsævi manns sem spannar 40 ár megi vænta þess að verðmæti launanna sé í lok starfsævinnar tvöfalt meira en við upphaf. Það þýðir einfaldlega að launamaðurinn getur veitt sér meira sem því nemur hvort heldur það er í stærð og íburði húsnæðis, bíls eða ferðalaga.Jöfnuður helst og lægst lágtekjuhlutfall Meðaltal gefur góða mynd af heildarbreytingunni en ekki endilega af dreifingunni. Þess vegna þarf að skoða fleiri stærðir. Hagstofan greinir þetta og niðurstaðan er að hækkunin er nokkuð jöfn yfir tekjuhópana. Þannig hækka heildarlaun þeirra 25% sem hafa lægstu launin ívið meira en þeirra 25% sem hafa hæstu launin. Með öðrum orðum jöfnuðurinn hefur haldist og eilítið minnkað. Gögn Hagstofunnar um þróun á dreifingu tekna sýna að jöfnuður teknanna 2016 er meiri en var 2010. Tölur fyrir 2017 liggja ekki fyrir. Þau gögn sýna líka að jöfnuðurinn 2016 er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og reyndar mestur meðal Evrópuríkja. Þá eru til upplýsingar um lágtekjuhlutfall. Það er hlutfall fólk sem er undir lágtekjumörkum, en þau eru skilgreind sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna. Það hefur lækkað á Íslandi. Var 9,8% árið 2010 í botni efnahagsáfallsins eftir hrunið, lækkaði í 7,9% árið 2014 og var 8,8% árið 2016. Þetta er langlægsta hlutfallið á Norðurlöndum. Hlutfallið fyrir Evrópusambandslöndin er 17,3% árið 2016.Raunvextir lækka um 70% Eitt sem ræður miklu um lífskjörin er verðið fyrir lánsfé. Raunvextir voru 10% á níunda áratugnum en eru nú komnir niður undir 3% og reyndar er hægt að fá lífeyrissjóðslán með vöxtum undir 3%. Þetta hefur bætt lífskjör launamannsins ótrúlega mikið á þessum 30 árum. Þeir sem þurftu að reyna 25% kaupmáttarskerðingu árið 1983 á eigin skinni muna enn eftir 10% raunvöxtunum, sem engin afsláttur var gefinn af.Áfram á sömu braut Framundan eru kjarasamningar sem marka stefnuna næstu árin. Það sem helst á að hafa í huga er að kaupmáttur er almennt hár, dreifing tekna er með því besta í Evrópu og framfarir í lífskjörum síðustu 30 ár, frá tímamótasamningunum 1990, Þjóðarsáttinni, er einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Vissulega er margt sem þarf að færa til betra vegar og dæmi um græðgi og óhóf valda ólgu í þjóðfélaginu. Því þarf að bregðast við en varast að spilla þeim árangri sem náðst hefur. Það gagnast engum og allra síst launafólki.Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Eftir mesta efnahagslega hrun á Íslandi í langan tíma með gjaldþroti viðskiptabankanna í október 2008 hefur komið eitt allra mesta framfaraskeið lýðveldistímans. Kjarasamningarnir á vordögum 2014 voru áhyggjuefni þar sem almennir kauptaxtar voru hækkaðir um liðlega 30% á samningstímanum sem var innan við þrjú ár. Við venjulegar aðstæður í hvaða þjóðfélagi sem er hefðu þessar launahækkanir leitt af sér verðbólgu til þess að lækka launin aftur. Það gerðist ekki. Happdrættisvinningur þjóðfélagsins var sprenging í ferðamannastraum til landsins. Frá 2014 til 2017 þrefaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna fór úr 780 þúsund manns í 2,2 milljónir. Þessu fylgdu nýjar tekjur inn í þjóðarbúið upp á um það bil 200 milljarða króna á ári. Þessum tekjur hefur verið dreift um þjóðfélagið og þær hafa gert það að verkum að það var til fyrir kauphækkunum þegar til kom. Það varð ekki verðbólga, enda var innistæða fyrir útgjöldunum. Þvert á móti gengi íslensku krónunnar hefur staðið sterkt þessi ár, sem er kjarabót fyrir almennt launafólk.25% kaupmáttaraukning frá 2014 til 2017 Opinberar tölur Hagstofunnar sýna að kaupmáttur launa óx um 25% á þessum árum. Það er fáheyrð raunhækkun launa á aðeins þremur árum. Breytingin frá minnsta kaupmætti launa eftir hrun, sem var á árinu 2010, hefur verið enn meiri. Sú hækkun er hvorki meira né minna en 40%. Hagstofan birtir líka samantekt um launin í raunverulegum tölum. heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 706 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017 og höfðu hækkað um 25% frá 2014. Hækkunin er 142 þúsund krónur á mánuði eða 1,7 milljón kr á ári. Það eru meiri peningar til ráðstöfunar sem því nemur fyrir hvern fullvinnandi. Tölur yfir annað en heildarlaun fullvinnandi sýna svipaða þróun. Grunnlaun hækkuðu líka um 25% og eins grunnlaun þeirra sem eru í hlutastarfi. Það bendir ekki til ójafnrar dreifingar hins efnahagslega ávinnings.72% kaupmáttaraukning frá 1989 Ef litið er yfir lengra tímabil þá má lesa það úr gögnum Hagstofunnar að kaupmátturinn hafi vaxið um 72% frá 1989 til 2017. Þá voru meðallaunin 706 þúsund krónur á mánuði. Raunaukingin frá 1989 nema 300 þúsund króna á mánuði af þessum 706 þúsund kr. Þetta er mikil breyting á 28 árum. Lífskjörin hafa batnað sem þessu nemur. Það má vel færa rök fyrir því að yfir starfsævi manns sem spannar 40 ár megi vænta þess að verðmæti launanna sé í lok starfsævinnar tvöfalt meira en við upphaf. Það þýðir einfaldlega að launamaðurinn getur veitt sér meira sem því nemur hvort heldur það er í stærð og íburði húsnæðis, bíls eða ferðalaga.Jöfnuður helst og lægst lágtekjuhlutfall Meðaltal gefur góða mynd af heildarbreytingunni en ekki endilega af dreifingunni. Þess vegna þarf að skoða fleiri stærðir. Hagstofan greinir þetta og niðurstaðan er að hækkunin er nokkuð jöfn yfir tekjuhópana. Þannig hækka heildarlaun þeirra 25% sem hafa lægstu launin ívið meira en þeirra 25% sem hafa hæstu launin. Með öðrum orðum jöfnuðurinn hefur haldist og eilítið minnkað. Gögn Hagstofunnar um þróun á dreifingu tekna sýna að jöfnuður teknanna 2016 er meiri en var 2010. Tölur fyrir 2017 liggja ekki fyrir. Þau gögn sýna líka að jöfnuðurinn 2016 er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og reyndar mestur meðal Evrópuríkja. Þá eru til upplýsingar um lágtekjuhlutfall. Það er hlutfall fólk sem er undir lágtekjumörkum, en þau eru skilgreind sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna. Það hefur lækkað á Íslandi. Var 9,8% árið 2010 í botni efnahagsáfallsins eftir hrunið, lækkaði í 7,9% árið 2014 og var 8,8% árið 2016. Þetta er langlægsta hlutfallið á Norðurlöndum. Hlutfallið fyrir Evrópusambandslöndin er 17,3% árið 2016.Raunvextir lækka um 70% Eitt sem ræður miklu um lífskjörin er verðið fyrir lánsfé. Raunvextir voru 10% á níunda áratugnum en eru nú komnir niður undir 3% og reyndar er hægt að fá lífeyrissjóðslán með vöxtum undir 3%. Þetta hefur bætt lífskjör launamannsins ótrúlega mikið á þessum 30 árum. Þeir sem þurftu að reyna 25% kaupmáttarskerðingu árið 1983 á eigin skinni muna enn eftir 10% raunvöxtunum, sem engin afsláttur var gefinn af.Áfram á sömu braut Framundan eru kjarasamningar sem marka stefnuna næstu árin. Það sem helst á að hafa í huga er að kaupmáttur er almennt hár, dreifing tekna er með því besta í Evrópu og framfarir í lífskjörum síðustu 30 ár, frá tímamótasamningunum 1990, Þjóðarsáttinni, er einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Vissulega er margt sem þarf að færa til betra vegar og dæmi um græðgi og óhóf valda ólgu í þjóðfélaginu. Því þarf að bregðast við en varast að spilla þeim árangri sem náðst hefur. Það gagnast engum og allra síst launafólki.Kristinn H. Gunnarsson
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun