Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Hjá sáttasemjara er allt í trúnaðarlás og kjaraviðræður í ákveðnum hnút. Herma heimildir að ágætt tilboð SA dugi þó skammt eitt og sér. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira