Mæti fullur sjálfstrausts í öll mót þessa dagana Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. febrúar 2019 11:00 Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Getty/Tony Marshall Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem lauk á Spáni í gær og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni. Eftir því sem GSÍ komst næst í gær varð hann um leið annar Íslendingurinn á eftir Axel Bóassyni sem vinnur mót á þessari mótaröð sem er sú sterkasta á Norðurlöndunum. Guðmundur lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari vallarins og hringina þrjá á tólf höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi. „Tilfinningin var bara mjög ljúf þegar þetta var komið, þetta var virkilega heilsteypt og góð spilamennska sem skilaði mér góðu forskoti strax á fyrsta degi,“ sagði Guðmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir mótið. „Ég sló boltann vel fyrsta daginn en náði ekki að fylgja því eftir á öðrum hring. Þá fór ég á æfingasvæðið til að laga hlutina og gerði mun betur á lokahringnum þrátt fyrir að þá hafi verið talsverður vindur.“ Aðspurður sagðist hann vera ánægður með að sjá framfarir eftir að hafa unnið að breytingum með þjálfaranum sínum. „Síðustu ár hef ég unnið í því að taka framförum en ég tók mér góða pásu í vetur til að hlaða batteríin og það gekk vel. Ég fann það strax þegar við byrjuðum undir lok síðasta árs að ég var að spila frábært golf,“ sagði Guðmundur sem sagði gott að finna breytingarnar skila sér. „Ég mætti fullur sjálfstrausts í þetta mót og fann líka á síðasta móti að mér líður mjög vel inni á vellinum þessa dagana og það skilar sér vonandi í frammistöðunni.“ Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem lauk á Spáni í gær og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni. Eftir því sem GSÍ komst næst í gær varð hann um leið annar Íslendingurinn á eftir Axel Bóassyni sem vinnur mót á þessari mótaröð sem er sú sterkasta á Norðurlöndunum. Guðmundur lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari vallarins og hringina þrjá á tólf höggum undir pari, þremur höggum á undan næsta kylfingi. „Tilfinningin var bara mjög ljúf þegar þetta var komið, þetta var virkilega heilsteypt og góð spilamennska sem skilaði mér góðu forskoti strax á fyrsta degi,“ sagði Guðmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir mótið. „Ég sló boltann vel fyrsta daginn en náði ekki að fylgja því eftir á öðrum hring. Þá fór ég á æfingasvæðið til að laga hlutina og gerði mun betur á lokahringnum þrátt fyrir að þá hafi verið talsverður vindur.“ Aðspurður sagðist hann vera ánægður með að sjá framfarir eftir að hafa unnið að breytingum með þjálfaranum sínum. „Síðustu ár hef ég unnið í því að taka framförum en ég tók mér góða pásu í vetur til að hlaða batteríin og það gekk vel. Ég fann það strax þegar við byrjuðum undir lok síðasta árs að ég var að spila frábært golf,“ sagði Guðmundur sem sagði gott að finna breytingarnar skila sér. „Ég mætti fullur sjálfstrausts í þetta mót og fann líka á síðasta móti að mér líður mjög vel inni á vellinum þessa dagana og það skilar sér vonandi í frammistöðunni.“
Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira