Lífið

Heimagerð alda sýnd ofurhægt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gavin og Daniel alltaf góðir.
Gavin og Daniel alltaf góðir.
Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Innslög þeirra eru gríðarlega vinsæl á YouTube og horfa margar milljónir á hvert myndband. Á dögunum voru þeir félagar hér á landi  eins og Vísir greindi frá. 

Í nýjasta myndbandinu eru þeir staddir í Háskólanum í Edinborg og með tækninni framkalla þeir risavaxna öldu. 

Svo að sjálfsögðu er sýnt frá því ofurhægt eins og þeir gera alltaf. 

Hér að neðan má sjá útkomuna. 


Tengdar fréttir

Fönguðu Strokk og Gullfoss í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í "Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.