GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl. General Motors og Amazon eru í viðræðum við Rivian Automotive LLC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfirráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af aflminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestafla rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða.Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
General Motors og Amazon eru í viðræðum við Rivian Automotive LLC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfirráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af aflminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestafla rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða.Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira