Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2019 10:20 Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, ætlar að halda sínum hlut en SalMar var að auka sinn hlut um sem nemur 2,5 milljörðum íslenskra króna. Fréttablaðið/Stefán Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00
Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45
Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54