Karlmennskan að deyja út að mati Ásdísar: Ekki sexý að konurnar séu að borga fyrir mennina Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 15:00 Ásdís í ítarlegu viðtali í Harmageddon. Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira