„Fáránleg tímasetning“ á launahækkun bankastjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 13:07 Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Vísir/GVA Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð. Formenn ýmissa stéttarfélaga, framkvæmdastjóri SA og þingmenn og ráðherrar hafa gagnrýnt harðlega launahækkun bankastjóra Landsbankans en frá árinu 2017 hafa þau hækkað um 82 prósent og eru mánaðarlaunin í dag þrjár komma átta milljónir króna. Bankastjóri Íslandsbanka er með fjórar komma tvær milljónir króna og bankastjóri Arion banka sem er skráður í Kauphöll Íslands eru sex komma tvær milljónir króna. Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launum æðstu stjórnenda í ríkisfyrirtækjum líkt og dæmin sanni nú um Landsbankann. „Flestir eru fyrst og fremst hissa yfir því að mönnum skuli detta í hug að hækka laun bankastjóra á þessum tíma þegar kjarasamningar eru á erfiðum stað og ekkert gengur. Flestir bjuggust við einhverri jöfnun milli launa bankastjóra ríkisbankanna en mönnum finnst vel í lagt og fáránleg tímasetning,“ segir Friðbert. Launahækkanir á sama tíma og hagræðingaraðgerðir hafi staðið yfir Friðbert segir að frá hruni bankanna árið 2008 hafi um 2.500 bankastarfsmönnum verið sagt upp störfum og mannafli í bönkunum dregist saman um 40 prósent. Þetta sé vegna hagræðingaraðgerða, lokanna á útibúum og breytinga á störfum. Á síðustu árum hafi uppsagnir einkum bitnað á eldri konum sem gert hafi bankastarfið að ævistarfi. „Það fer mjög illa í þá sem vinna þessi störf sem hafa lent í uppsögnum undanfarin ár að verið sé að hækka launin með þessum hætti. Uppsagnirnar bitna fyrst og fremst á konum á aldrinum 55 með kannski 30 ára starfsaldur sem hafa starfað í útibúum bankanna sem nú hefur verið lokað. Þetta eru konur á aldrinum 55 ára og eldri með kannski 30 ára starfsaldur hafa gert bankastörf að ævistörfum sínum. Hjá sumum er jafnvel örsutt í að komast á eftirlaun,“ segir Friðbert. Hann telur að stjórnendur bankanna ættu að haga þessum málum með öðrum hætti. „Það er alveg ljóst að það ætti að tempra sig í efri lögunum bankanna og hafa fólkið ívið lengur í vinnu og koma vel fram við það, þetta er svona þessi samfélagslega ábyrgð líka,“ segir Friðbert. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. 12. febrúar 2019 15:08 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð. Formenn ýmissa stéttarfélaga, framkvæmdastjóri SA og þingmenn og ráðherrar hafa gagnrýnt harðlega launahækkun bankastjóra Landsbankans en frá árinu 2017 hafa þau hækkað um 82 prósent og eru mánaðarlaunin í dag þrjár komma átta milljónir króna. Bankastjóri Íslandsbanka er með fjórar komma tvær milljónir króna og bankastjóri Arion banka sem er skráður í Kauphöll Íslands eru sex komma tvær milljónir króna. Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launum æðstu stjórnenda í ríkisfyrirtækjum líkt og dæmin sanni nú um Landsbankann. „Flestir eru fyrst og fremst hissa yfir því að mönnum skuli detta í hug að hækka laun bankastjóra á þessum tíma þegar kjarasamningar eru á erfiðum stað og ekkert gengur. Flestir bjuggust við einhverri jöfnun milli launa bankastjóra ríkisbankanna en mönnum finnst vel í lagt og fáránleg tímasetning,“ segir Friðbert. Launahækkanir á sama tíma og hagræðingaraðgerðir hafi staðið yfir Friðbert segir að frá hruni bankanna árið 2008 hafi um 2.500 bankastarfsmönnum verið sagt upp störfum og mannafli í bönkunum dregist saman um 40 prósent. Þetta sé vegna hagræðingaraðgerða, lokanna á útibúum og breytinga á störfum. Á síðustu árum hafi uppsagnir einkum bitnað á eldri konum sem gert hafi bankastarfið að ævistarfi. „Það fer mjög illa í þá sem vinna þessi störf sem hafa lent í uppsögnum undanfarin ár að verið sé að hækka launin með þessum hætti. Uppsagnirnar bitna fyrst og fremst á konum á aldrinum 55 með kannski 30 ára starfsaldur sem hafa starfað í útibúum bankanna sem nú hefur verið lokað. Þetta eru konur á aldrinum 55 ára og eldri með kannski 30 ára starfsaldur hafa gert bankastörf að ævistörfum sínum. Hjá sumum er jafnvel örsutt í að komast á eftirlaun,“ segir Friðbert. Hann telur að stjórnendur bankanna ættu að haga þessum málum með öðrum hætti. „Það er alveg ljóst að það ætti að tempra sig í efri lögunum bankanna og hafa fólkið ívið lengur í vinnu og koma vel fram við það, þetta er svona þessi samfélagslega ábyrgð líka,“ segir Friðbert.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. 12. febrúar 2019 15:08 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. 12. febrúar 2019 19:27
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. 11. febrúar 2019 20:45
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15
Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. 12. febrúar 2019 15:08
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30