Þöggun á þöggun ofan Bolli Héðinsson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun