Nýtt lið í úrslitum um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 13. febrúar 2019 14:30 Fulltrúar liðanna fjögurra í úrslitunum. Frá vinstri talið: Kristen Denise McCarthy (Snæfelli), Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Danielle Victoria Rodriguez (Stjörnunni) og Sóllilja Bjarnadóttir (Breiðabliki). Mynd/KKÍ Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira