Er skjátími barna góður eða slæmur? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar