Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2019 16:10 Guðni Ásgeirsson ásamt Oddi Ingasyni sem hann bjargaði í fyrra. Vísir/Vilhelm Skyndihjálparmaður ársins 2018 er Guðni Ásgeirsson en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að Oddi Ingasyni þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Atvikið átti sér stað þann 22. september Kópavogsmegin í Fossvoginum. Í fyrstu hélt Guðni að Oddur, sem hafði verið að skokka, væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á honum. Oddur hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallað til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita Oddi hjartahnoð. Guðni hnoðaði Odd af miklum krafti þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Oddur fékk eitt rafstuð frá sjúkraflutningamönnunum og var kominn til meðvitundar þegar hann var borinn upp í sjúkrabílinn. Á spítalanum var hann settur í aðgerð og hefur náð fullum bata í dag þökk sé hárréttum viðbrögðum Guðna á vettvangi. Aðspurður sagði Guðni að hann vissi ekki hvað olli því að hann brást svona við. Hann sá strax að eitthvað sérstakt var í gangi þarna og hann gat ekki hugsað sér að hjóla fram hjá og gera ekkert.Guðni og Oddur ræða hér við fjölmiðlamenn.Vísir/Vilhelm„Ég gat ekki látið þetta afskiptalaust og treyst á að einhver annar kæmi til aðstoðar Ég sá að það var ekki í lagi með manninn. Ég fór á skyndihjálparnámskeið í verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum. Í vinnunni hjá mér eru svo reglulega haldin stutt námskeið sem stýrði mér áfram í þessi réttu viðbrögð þennan dag" sagði Guðni. Guðni vill líka koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu hann þennan dag. Einstaklingar á vettvangi aðstoðuðu hann við að hringja á 112 og framkvæma hjartahnoð. Einnig komu lögregluþjónar að honum og bentu honum á að þessi lífsreynsla gæti haft áhrif á hann seinna enda mikið sjokk að lenda í þessum aðstæðum. „Maður veit aldrei hvernig maður bregst við þegar maður kemur á slysi. Ég hafði í rauninni ekki hugmynd um það hvernig ég myndi bregðast við en ég hugsaði að það er alltaf best að gera eitthvað í stað þess að gera ekki neitt. Í þessu tilfelli hefði það verið stór mistök að gera ekki neitt. Ég fékk ótrúlega hugarró þegar ég heyrði í manninum sem ég bjargaði rúmum sólarhring síðar og hann þakkaði mér kærlega fyrir lífsbjörgina." sagði Guðni Af lýsingunni að dæma er ljóst að Guðni brást hárrétt við aðstæðum og voru aðgerðir hans þennan dag til fyrirmyndar. Rauði krossinn óskar Guðna til hamingju með titilinn Skyndihjálparmaður ársins 2018.Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning allt árið um kring. Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Skyndihjálparmaður ársins 2018 er Guðni Ásgeirsson en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að Oddi Ingasyni þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Atvikið átti sér stað þann 22. september Kópavogsmegin í Fossvoginum. Í fyrstu hélt Guðni að Oddur, sem hafði verið að skokka, væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á honum. Oddur hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallað til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita Oddi hjartahnoð. Guðni hnoðaði Odd af miklum krafti þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Oddur fékk eitt rafstuð frá sjúkraflutningamönnunum og var kominn til meðvitundar þegar hann var borinn upp í sjúkrabílinn. Á spítalanum var hann settur í aðgerð og hefur náð fullum bata í dag þökk sé hárréttum viðbrögðum Guðna á vettvangi. Aðspurður sagði Guðni að hann vissi ekki hvað olli því að hann brást svona við. Hann sá strax að eitthvað sérstakt var í gangi þarna og hann gat ekki hugsað sér að hjóla fram hjá og gera ekkert.Guðni og Oddur ræða hér við fjölmiðlamenn.Vísir/Vilhelm„Ég gat ekki látið þetta afskiptalaust og treyst á að einhver annar kæmi til aðstoðar Ég sá að það var ekki í lagi með manninn. Ég fór á skyndihjálparnámskeið í verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum. Í vinnunni hjá mér eru svo reglulega haldin stutt námskeið sem stýrði mér áfram í þessi réttu viðbrögð þennan dag" sagði Guðni. Guðni vill líka koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu hann þennan dag. Einstaklingar á vettvangi aðstoðuðu hann við að hringja á 112 og framkvæma hjartahnoð. Einnig komu lögregluþjónar að honum og bentu honum á að þessi lífsreynsla gæti haft áhrif á hann seinna enda mikið sjokk að lenda í þessum aðstæðum. „Maður veit aldrei hvernig maður bregst við þegar maður kemur á slysi. Ég hafði í rauninni ekki hugmynd um það hvernig ég myndi bregðast við en ég hugsaði að það er alltaf best að gera eitthvað í stað þess að gera ekki neitt. Í þessu tilfelli hefði það verið stór mistök að gera ekki neitt. Ég fékk ótrúlega hugarró þegar ég heyrði í manninum sem ég bjargaði rúmum sólarhring síðar og hann þakkaði mér kærlega fyrir lífsbjörgina." sagði Guðni Af lýsingunni að dæma er ljóst að Guðni brást hárrétt við aðstæðum og voru aðgerðir hans þennan dag til fyrirmyndar. Rauði krossinn óskar Guðna til hamingju með titilinn Skyndihjálparmaður ársins 2018.Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning allt árið um kring.
Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira