Körfuboltakvöld: Valur gæti verið í Evrópukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:00 Hallveig Jónsdóttir og stöllur hennar eru heitasta lið landsins um þessar mundir vísir/bára Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni Dominos-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni
Dominos-deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik