Vonandi ekki skúffuskýrsla í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 12:45 Haraldur í ræðustóli á íbúafundinum á Selfossi en hann vann stjórnsýsluúttektina fyrir Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur. Árborg Sv.félög Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur.
Árborg Sv.félög Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira