Útrýma megi barnafátækt á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 20:00 Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira