Fótbolti

Ramos fær lengra bann fyrir viljandi gult spjald

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos fær gula spjaldið umtalaða.
Ramos fær gula spjaldið umtalaða. vísir/getty
Sergio Ramos er á leið í tveggja leikja bann en UEFA lengdi bann hans um einn leik eftir að komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi komið sér að ásettu ráði í leikbann.

Ramos braut á Kasper Dolberg, framherja Ajax, í uppbótartíma er Real vann 2-1 sigur á Hollendingunum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ramos á að hafa fengið bannið af ásettu ráði til þess að vera í banni í síðari leiknum í Bernabeu og eiga því ekki þá hættu að vera í banni í mikilvægari leik síðar í keppnini.







Spánverjinn sagði við fjölmiðla eftir leikinn að „hann væri að ljúga ef hann myndi segja að gula spjaldið hafi verið óviljandi.“

Síðar meir reyndi hann að klóra í bakkann og vildi meina að hann hafi verið að tala um brotið en ekk gula spjaldið.

UEFA hlustaði ekki á fyrirliðann og dæmdi hann í tveggja leikja bann. Hann verður því í banni í síðari leiknum gegn Ajax og fari Real í átta liða úrslitin verður hann í banni í fyrri leiknum í þeirri umferð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×