Öflug vörn skilaði jafntefli Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Sif Atladóttir hefur góðar gætur á Nichelle Prince í leik Íslands og Kanada á Algarve-mótinu. Nordicphotos/Getty Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varnarleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær uppspilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frumraun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánudaginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru flott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kanada. Við vorum ekki alveg nægilega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltanum illa. Við töluðum saman í hálfleik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálfleik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. „Við viljum bæta spilamennskuna þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sérstaklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfsteymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum yfirleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leikinn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er ofboðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varnarleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær uppspilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frumraun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánudaginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru flott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kanada. Við vorum ekki alveg nægilega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltanum illa. Við töluðum saman í hálfleik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálfleik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. „Við viljum bæta spilamennskuna þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sérstaklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfsteymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum yfirleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leikinn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er ofboðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira