Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar segir hún að staðið hafi verið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær.

Einnig fjöllum við um frumvarp fjármálaráðherra, sem rætt hefur verið á Alþingi í tæpan sólarhring, sem fjallar um meðferð krónueigna sem enn eru í höftum.

Við segjum frá brúðunni Momo sem er í umferð víða á samfélagsmiðlum og hvetur börn til sjálfsskaða. Við greinum frá málflutningi Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann kallar forsetann öllum illum nöfnum og segjum frá spennunni sem stigmagnast milli Pakistan og Indlands.

Að lokum hittum við þrettán ára sælkera sem bakar köur og selur á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Fjölbreyttur fréttapakki í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×