Enski boltinn

Merson: Tottenham verður eins og Harlem Globetrotters gegn Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Merson liggur aldrei á skoðunum sínum.
Merson liggur aldrei á skoðunum sínum. vísir/getty
Paul Merson, sparkspekingur, segir að Tottenham verði eins og körfuboltasýningarliðið Harlem Globetrotters er liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

2-1 tap Tottenham gegn Burnley um síðustu helgi gerir það að verkum að Tottenham er sex stigum á eftir Liverpool þegar ellefu leikir eru eftir af deildinni.

„Pressan er ekki lengur á Tottenham svo þeir verða eins og Harlem Globetrotters á nýjan leik. Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað sem gerist þegar þeir koma sér í þessr stöður.“

„Þetta er áhyggjuefni ef þú ert stuðningsmaður Tottenham. Þeir voru væntanlega að hugsa að þeir væru enn inni í titilbaráttunni þegar þeir voru 1-0 yfir í hálfleik gegn Wolves.“

Tottenham mætir Chelsea í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni á Sportinu.

„Síðan tapa þeir leiknum og fólk var að segja við mig að þeir væru þreyttir. Síðan voru þeir 3-0 yfir gegn Cardiff eftir 26 mínútur þremur dögum síðar.“

„Síðan koma þeir sér aftur inn í baráttuna, fara til Burnley og verða að vinna en það leit aldrei út að þeir myndu vinna þann leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×