Lukaku með tvö er United vann enn einn leikinn undir stjórn Solskjær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar í kvöld.
Lukaku fagnar í kvöld. vísir/getty
Romelu Lukaku skoraði tvö mörk er Manchester United vann 3-1 sigur á Crystal Palace á útivelli en liðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Það vantaði marga menn í lið United í kvöld og menn eins og Fred fengu tækifæri í byrjunarliðinu hjá Norðmanninum. Lukaku var svo í fremstu víglínu.

Belginn skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu eftir frábæran undirbúnig Luke Shaw og United leiddi með einu marki er Martin Atkinson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks.





Lukaku var aftur á ferðinni á 52. mínútu er hann kom United í 2-0 eftir að boltinn féll til hans og United komnir í vænlega forystu.

Það fór um United-menn er Joel Ward, fyrrum Liverpool-maður, minnkaði muninn á 66. mínútu en sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Ashley Young þriðja mark United. Hann gerði þar með út um leikinn.

United er í fimmta sætinu, stigi á eftir Arsenal sem er í Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar hefur náð í 29 stig af 33 mögulegum í ensku deildinni en Roy Hodgson og lærisveinar í Palace eru í fjórtánda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira