Varnarorð Seðlabankans um aflandskrónufrumvarpið ekki orðin að veruleika Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. febrúar 2019 12:15 Seðlabankinn mælir með að frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum verði samþykkt sem fyrst. VÍSIR/STEFÁN Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið. Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Sjá meira
Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf