„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Michael Cohen á göngum þinghússins í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun segja þingmönnum í dag að forsetinn sé rasisti, svikahrappur og svindlari. Þá ætlar hann að segja að Trump hafi vitað af samskiptum Roger Stone við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tekið því fagnandi. Cohen ræddi við meðlimi njósnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær á lokuðum fundi og í dag mun hann fara fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn. Blaðamenn New York Times hafa komið höndum yfir yfirlýsingu Cohen sem hann mun lesa upp í upphafi fundarins í dag.Fundurinn hefst klukkan þrjú í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Meðal annars mun Cohen segja að hann hafi verið með Trump þegar hann ræddi við Stone í aðdraganda kosninganna. Þá mun Stone hafa sagt forsetanum að hann hefði rætt við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, skömmu áður og þeir myndu birta tölvupósta sem kæmu verulega niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, á næstu dögum. „Það væri frábært,“ á Trump að hafa sagt. Tölvupóstum þessum var stolið af útsendurum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, í tölvuárás þeirra á landsnefnd Demókrataflokksins.Sjá einnig: Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði TrumpCohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels.AP/Markus SchreiberCohen greiddi Daniels 150 þúsund dali í aðdraganda kosninganna svo hún segði ekki frá meintum mökum hennar og Trump skömmu eftir að Melania Trump fæddi son þeirra Baron. Cohen mun segja í dag að Trump hafi skipað honum að greiða Daniels og að ljúga að Melaniu um málið. Hann hafi gert það. Þá mun hann segja að Trump hafi ráðlagt honum hvernig hann gæti greitt Daniels svo ekki væri hægt að rekja það til Trump. Auk þessa mun Cohen afhenda þingmönnum afrit af 35 þúsund dala ávísun sem Trump mun hafa notað til að endurgreiða Cohen, eftir að hann hafði tekið við embætti forseta. Cohen segir Trump hafa afhent sér ellefu slíkar ávísanir. „Forseti Bandaríkjanna skrifaði persónulega ávísun vegna greiðslu vegna þagnarsamkomulags sem var brot á kosningalögum.“Hótaði skólum sem Trump sótti Cohen mun einnig segja frá því að Trump hafi skipað honum að hóta skólum sem hann sótti í gegnum tíðina og koma í veg fyrir að einkunnir hans yrðu birtar. Hann ætlar að afhenda þingmönnum afrit af bréfum sem hann sendi skólunum og hótaði þeim lögsóknum. „Ég er að tala um mann sem lýsir því yfir að hann sé gáfnaljós en skipar mér að hóta menntaskóla hans, háskólum hans og skólastjórn til að koma í veg fyrir birtingu einkunna hans.“ Cohen mun halda því fram að Trump ýki auð sinn þegar það henti honum. Þá meðal annars með því að reyna að komast á lista Forbes yfir auðugust menn heims. Þá hafi hann rýrt auð sinn þegar kom að því að greiða skatta. Þá ætlar Cohen að segja frá því að Trump hafi beðið hann um að finna einhvern aðila til að bjóða í málverk af Trump sem boðið var upp á uppboði. Markmiðið hafi sérstaklega verið að málverkið af Trump yrði keypt á meira fé en önnur málverk á uppboðinu.Málverkið var keypt af þessum falska kaupenda fyrir 60 þúsund dali, samkvæmt Cohen og mun Trump hafa endurgreitt kaupandanum úr Trump-sjóðnum, sem átti að vera góðgerðarsjóður. Trump lokaði þessum sjóði undir lok síðasta árs eftir að hann var ákærður fyrir að nota sjóðinn sem eigin sparibauk. Sumarið 2013 státaði Trump sig af því á Twitter að umrætt málverk hefði verið selt á 60 þúsund dali.Sjá einnig: Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrotCohen ætlar einnig að segja að Trump hafi ítrekað skipað honum að hringja í aðila sem Trump skuldaði fé og tilkynna þeim að þeir myndu aldrei fá þá skuld greidda.Segist fullur iðrunar Cohen mun verja miklum hluta yfirlýsingar sinnar í að segjast sjá eftir því að hafa starfað fyrir Trump og fyrir að hafa brotið lögin. „Ég skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í að hylma yfir ólöglegar aðgerðir Trump í stað þess að hlusta á samvisku mína. Ég skammast mín því ég veit hvað Trump er. Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari.“ Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kallaði Cohen smánarlegan glæpamann. „Það er hlægilegt að einhver taki orðum dæmds lygara eins og Cohen alvarlega og ömurlegt að sjá hann fá enn eitt tækifærið til að dreifa lygum sínum,“ sagði Sanders, talskona Hvíta hússins, samkvæmt New York Times.center>Michael Cohen will show Congress (Exhibit 5A) a copy of this $35K check that President Trump personally signed from his personal bank account on August 1, 2017 – when he was President to (per testimony) reimburse illegal hush money paid to Stormy Daniels via @GloriaBorger @CNN pic.twitter.com/dJ67pldPNt— Dave Briggs (@davebriggstv) February 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússland WikiLeaks Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun segja þingmönnum í dag að forsetinn sé rasisti, svikahrappur og svindlari. Þá ætlar hann að segja að Trump hafi vitað af samskiptum Roger Stone við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tekið því fagnandi. Cohen ræddi við meðlimi njósnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær á lokuðum fundi og í dag mun hann fara fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn. Blaðamenn New York Times hafa komið höndum yfir yfirlýsingu Cohen sem hann mun lesa upp í upphafi fundarins í dag.Fundurinn hefst klukkan þrjú í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Meðal annars mun Cohen segja að hann hafi verið með Trump þegar hann ræddi við Stone í aðdraganda kosninganna. Þá mun Stone hafa sagt forsetanum að hann hefði rætt við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, skömmu áður og þeir myndu birta tölvupósta sem kæmu verulega niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, á næstu dögum. „Það væri frábært,“ á Trump að hafa sagt. Tölvupóstum þessum var stolið af útsendurum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, í tölvuárás þeirra á landsnefnd Demókrataflokksins.Sjá einnig: Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði TrumpCohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels.AP/Markus SchreiberCohen greiddi Daniels 150 þúsund dali í aðdraganda kosninganna svo hún segði ekki frá meintum mökum hennar og Trump skömmu eftir að Melania Trump fæddi son þeirra Baron. Cohen mun segja í dag að Trump hafi skipað honum að greiða Daniels og að ljúga að Melaniu um málið. Hann hafi gert það. Þá mun hann segja að Trump hafi ráðlagt honum hvernig hann gæti greitt Daniels svo ekki væri hægt að rekja það til Trump. Auk þessa mun Cohen afhenda þingmönnum afrit af 35 þúsund dala ávísun sem Trump mun hafa notað til að endurgreiða Cohen, eftir að hann hafði tekið við embætti forseta. Cohen segir Trump hafa afhent sér ellefu slíkar ávísanir. „Forseti Bandaríkjanna skrifaði persónulega ávísun vegna greiðslu vegna þagnarsamkomulags sem var brot á kosningalögum.“Hótaði skólum sem Trump sótti Cohen mun einnig segja frá því að Trump hafi skipað honum að hóta skólum sem hann sótti í gegnum tíðina og koma í veg fyrir að einkunnir hans yrðu birtar. Hann ætlar að afhenda þingmönnum afrit af bréfum sem hann sendi skólunum og hótaði þeim lögsóknum. „Ég er að tala um mann sem lýsir því yfir að hann sé gáfnaljós en skipar mér að hóta menntaskóla hans, háskólum hans og skólastjórn til að koma í veg fyrir birtingu einkunna hans.“ Cohen mun halda því fram að Trump ýki auð sinn þegar það henti honum. Þá meðal annars með því að reyna að komast á lista Forbes yfir auðugust menn heims. Þá hafi hann rýrt auð sinn þegar kom að því að greiða skatta. Þá ætlar Cohen að segja frá því að Trump hafi beðið hann um að finna einhvern aðila til að bjóða í málverk af Trump sem boðið var upp á uppboði. Markmiðið hafi sérstaklega verið að málverkið af Trump yrði keypt á meira fé en önnur málverk á uppboðinu.Málverkið var keypt af þessum falska kaupenda fyrir 60 þúsund dali, samkvæmt Cohen og mun Trump hafa endurgreitt kaupandanum úr Trump-sjóðnum, sem átti að vera góðgerðarsjóður. Trump lokaði þessum sjóði undir lok síðasta árs eftir að hann var ákærður fyrir að nota sjóðinn sem eigin sparibauk. Sumarið 2013 státaði Trump sig af því á Twitter að umrætt málverk hefði verið selt á 60 þúsund dali.Sjá einnig: Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrotCohen ætlar einnig að segja að Trump hafi ítrekað skipað honum að hringja í aðila sem Trump skuldaði fé og tilkynna þeim að þeir myndu aldrei fá þá skuld greidda.Segist fullur iðrunar Cohen mun verja miklum hluta yfirlýsingar sinnar í að segjast sjá eftir því að hafa starfað fyrir Trump og fyrir að hafa brotið lögin. „Ég skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í að hylma yfir ólöglegar aðgerðir Trump í stað þess að hlusta á samvisku mína. Ég skammast mín því ég veit hvað Trump er. Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari.“ Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kallaði Cohen smánarlegan glæpamann. „Það er hlægilegt að einhver taki orðum dæmds lygara eins og Cohen alvarlega og ömurlegt að sjá hann fá enn eitt tækifærið til að dreifa lygum sínum,“ sagði Sanders, talskona Hvíta hússins, samkvæmt New York Times.center>Michael Cohen will show Congress (Exhibit 5A) a copy of this $35K check that President Trump personally signed from his personal bank account on August 1, 2017 – when he was President to (per testimony) reimburse illegal hush money paid to Stormy Daniels via @GloriaBorger @CNN pic.twitter.com/dJ67pldPNt— Dave Briggs (@davebriggstv) February 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússland WikiLeaks Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. 26. febrúar 2019 14:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30