Tók golfhögg á nærbuxunum út í vatni | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Allt lagt undir. Stefani á nærbuxunum út í vatni. Bandaríski kylfingurinn Shawn Stefani lagði bókstaflega allt undir er hann tók eitt af eftirminnilegustu höggum ársins á eftirminnilegu móti af Honda Classic. Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.Whatever. It. Takes. Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv — PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019 „Vonandi varð konan mín ekki fyrir vonbrigðum. Ég var að berjast fyrir fjölskyldu mína. Ég var að berjast fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Stefani en gæti hann hugsað sér að verða nærfatamódel? „Ég var í Calvin Klein nærbuxum. Vonandi leit ég vel út. Ég hef verið duglegur að fara í ræktina.“ Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla. Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið. Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Shawn Stefani lagði bókstaflega allt undir er hann tók eitt af eftirminnilegustu höggum ársins á eftirminnilegu móti af Honda Classic. Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.Whatever. It. Takes. Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv — PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019 „Vonandi varð konan mín ekki fyrir vonbrigðum. Ég var að berjast fyrir fjölskyldu mína. Ég var að berjast fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Stefani en gæti hann hugsað sér að verða nærfatamódel? „Ég var í Calvin Klein nærbuxum. Vonandi leit ég vel út. Ég hef verið duglegur að fara í ræktina.“ Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla. Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið. Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira