Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 06:24 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók síðastur til máls í nótt. Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn. Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn.
Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11