Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 06:24 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók síðastur til máls í nótt. Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn. Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn.
Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent