Á flótta með 60 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Lóa og Óliver eru aðalsöguhetjur kvikmyndarinnar Eden. Íslenska kvikmyndin Eden verður frumsýnd 10. maí næstkomandi en aðstandendur myndarinnar hafa sent frá sér stiklu sem frumsýnd er hér á Vísi. Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða.Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle.Með aðalhlutverk í Eden fara Telma Huld Jóhannesdóttir, sem hefur getið sér gott orð á leiksviðinu og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við Illsku, Webcam og Rétti, og Hansel Eagle en hann fór með aðalhlutverkið í gamanmyndinni Albatross sem kom út árið 2015.Eden er blanda af spennu og kómík þar sem skyggnst er inn í undirheima Íslands.Myndin skartar einnig leikurunum Arnari Jónssyni og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur en önnur hlutverk eru fyrst og fremst skipuð ungum og upprennandi leikurum. Þar á meðal eru Tinna Sverrisdóttir, Gunnar Maris, Blær Hinriksson, Valgeir Skagfjörð, Einar Viðar G. Thoroddsen, Hjalti P. Finnsson og Róbert Gíslason, sonur leikaranna þjóðkunnugu Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars.Snævar Sölvi Sölvason er leikstjóri myndarinnar en þetta er hans önnur mynd í fullri lengd.Mynd/Jelena SchallyEden er önnur kvikmynd leikstjórans Snævars Sölva Sölvasonar en hann á að baki gamanmyndina Albatross, sem sýnd var í kvikmyndahúsum Senu, og er þetta því í annað sinn sem hann og Hansel Eagle leiða saman hesta sína. Kvikmyndatónlist samdi Magnús Jóhann Ragnarsson og lagasmíðar eru í höndum Þormóðs Eiríkssonar. Magnús og Þormóður hafa á síðustu misserum verið mjög eftirsóttir þrátt fyrir ungan aldur. Magnús hefur spilað með ótal tónlistarmönnum, þar á meðal Friðriki Dór, Sölku Sól, Moses Higtower, GDRN, Flóna og samið kvikmyndatónlist fyrir stuttmyndir, en Þormóður hefur gert garðinn frægan undanfarið í íslensku hiphop-senunni og samið lög fyrir Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjör, Huginn og marga aðra.Myndin verður frumsýnd 10. maí næstkomandi.Í stiklu myndarinnar má heyra dæmi um samstarf þeirra félaga, þar sem hljómarnir í fyrri hluta eru í höndum Magnúsar en rapplagið í þeim seinni er eftir Þormóð, í nánu samstarfi við nýstirnið Lukku Láka (Ísak Sigurðarson) sem ljær laginu rödd og texta. Framleiðendur eru Flugbeittur Kuti og Kvikmyndafélag Íslands (Kisi) en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Klippa: Eden - sýnishorn Menning Tengdar fréttir Myndir: Hátíðarsýning á kvikmyndinni Albatross Hátíðarsýning var í Háskólabíói á kvikmyndinni Albatross, á fimmtudag. 20. júní 2015 09:30 Ísfirðingurinn sem stjörnurnar keppast við að lofa Herra Hnetusmjör, Jói Pé og Króli og Huginn þökkuðu allir Þormóði Eiríkssyni fyrir sitt framlag í þeirra tónlist. 8. febrúar 2019 10:30 Almenningur kom Albatross í bíó Söfnuðu fyrir eftirvinnsluferli Albatross á Karolina fund og gefa nú til baka með forsýningum um allt land. 16. júní 2015 11:00 „Það er að koma fólk í bíó sem maður hefur ekki séð síðan Titanic var sýnd“ Vestfirðingar hópast á Albatross í Ísafjarðarbíói. 24. júní 2015 17:38 Sverrir Bergmann syngur titillag kvikmyndarinnar Albatross Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. 15. júní 2015 16:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Eden verður frumsýnd 10. maí næstkomandi en aðstandendur myndarinnar hafa sent frá sér stiklu sem frumsýnd er hér á Vísi. Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða.Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle.Með aðalhlutverk í Eden fara Telma Huld Jóhannesdóttir, sem hefur getið sér gott orð á leiksviðinu og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við Illsku, Webcam og Rétti, og Hansel Eagle en hann fór með aðalhlutverkið í gamanmyndinni Albatross sem kom út árið 2015.Eden er blanda af spennu og kómík þar sem skyggnst er inn í undirheima Íslands.Myndin skartar einnig leikurunum Arnari Jónssyni og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur en önnur hlutverk eru fyrst og fremst skipuð ungum og upprennandi leikurum. Þar á meðal eru Tinna Sverrisdóttir, Gunnar Maris, Blær Hinriksson, Valgeir Skagfjörð, Einar Viðar G. Thoroddsen, Hjalti P. Finnsson og Róbert Gíslason, sonur leikaranna þjóðkunnugu Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars.Snævar Sölvi Sölvason er leikstjóri myndarinnar en þetta er hans önnur mynd í fullri lengd.Mynd/Jelena SchallyEden er önnur kvikmynd leikstjórans Snævars Sölva Sölvasonar en hann á að baki gamanmyndina Albatross, sem sýnd var í kvikmyndahúsum Senu, og er þetta því í annað sinn sem hann og Hansel Eagle leiða saman hesta sína. Kvikmyndatónlist samdi Magnús Jóhann Ragnarsson og lagasmíðar eru í höndum Þormóðs Eiríkssonar. Magnús og Þormóður hafa á síðustu misserum verið mjög eftirsóttir þrátt fyrir ungan aldur. Magnús hefur spilað með ótal tónlistarmönnum, þar á meðal Friðriki Dór, Sölku Sól, Moses Higtower, GDRN, Flóna og samið kvikmyndatónlist fyrir stuttmyndir, en Þormóður hefur gert garðinn frægan undanfarið í íslensku hiphop-senunni og samið lög fyrir Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjör, Huginn og marga aðra.Myndin verður frumsýnd 10. maí næstkomandi.Í stiklu myndarinnar má heyra dæmi um samstarf þeirra félaga, þar sem hljómarnir í fyrri hluta eru í höndum Magnúsar en rapplagið í þeim seinni er eftir Þormóð, í nánu samstarfi við nýstirnið Lukku Láka (Ísak Sigurðarson) sem ljær laginu rödd og texta. Framleiðendur eru Flugbeittur Kuti og Kvikmyndafélag Íslands (Kisi) en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Klippa: Eden - sýnishorn
Menning Tengdar fréttir Myndir: Hátíðarsýning á kvikmyndinni Albatross Hátíðarsýning var í Háskólabíói á kvikmyndinni Albatross, á fimmtudag. 20. júní 2015 09:30 Ísfirðingurinn sem stjörnurnar keppast við að lofa Herra Hnetusmjör, Jói Pé og Króli og Huginn þökkuðu allir Þormóði Eiríkssyni fyrir sitt framlag í þeirra tónlist. 8. febrúar 2019 10:30 Almenningur kom Albatross í bíó Söfnuðu fyrir eftirvinnsluferli Albatross á Karolina fund og gefa nú til baka með forsýningum um allt land. 16. júní 2015 11:00 „Það er að koma fólk í bíó sem maður hefur ekki séð síðan Titanic var sýnd“ Vestfirðingar hópast á Albatross í Ísafjarðarbíói. 24. júní 2015 17:38 Sverrir Bergmann syngur titillag kvikmyndarinnar Albatross Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. 15. júní 2015 16:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndir: Hátíðarsýning á kvikmyndinni Albatross Hátíðarsýning var í Háskólabíói á kvikmyndinni Albatross, á fimmtudag. 20. júní 2015 09:30
Ísfirðingurinn sem stjörnurnar keppast við að lofa Herra Hnetusmjör, Jói Pé og Króli og Huginn þökkuðu allir Þormóði Eiríkssyni fyrir sitt framlag í þeirra tónlist. 8. febrúar 2019 10:30
Almenningur kom Albatross í bíó Söfnuðu fyrir eftirvinnsluferli Albatross á Karolina fund og gefa nú til baka með forsýningum um allt land. 16. júní 2015 11:00
„Það er að koma fólk í bíó sem maður hefur ekki séð síðan Titanic var sýnd“ Vestfirðingar hópast á Albatross í Ísafjarðarbíói. 24. júní 2015 17:38
Sverrir Bergmann syngur titillag kvikmyndarinnar Albatross Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. 15. júní 2015 16:00