Fréttamenn gætu verið fangelsaðir eftir dóm yfir kardinála Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 12:16 Ástralskir fjölmiðlar máttu ekki fjalla um dóminn yfir Pell kardinála þegar hann féll í desember vegna lögbanns sem átti að tryggja sanngirni áframhaldandi réttarhalda yfir honum. Vísir/EPA Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög. Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög.
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32